Styttist fluguveiði kvikmyndahátíð

Nú er farið að styttast all verulega í fyrstu fluguveiði kvikmyndahátíð sem haldin hefur verið hér á landi. Hátíðin heitir RISE og verður haldin í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54 þann 17. febrúar n.k. og opnar húsið kl. 19.30 með kynningum frá Veiðiþjónustunni Strengjum, Mexíkó ferðum með Iceland Angling Travel, veiðigræjum, vöðlum, stöngum og hjólum frá IMAGO ásamt því að hægt verður að kaupa allar myndirnar sem sýndar verða á DVD á sérstöku tilboði fyrir gesti hátíðarinnar.

Bíó Paradís er með flottar veitingar til sölu og þar er líka fullt vínveitingaleyfi. Ekki það að ég sé að hvetja til drykkju en þetta er frábært tækifæri fyrir veiðifélagana að koma saman á fluguveiði kvikmyndahátíð, fá sér öllarar saman og koma sér í veiðigírinn með svaðalegasta veiðiefni sem sést hefur á Íslandi. Ekki nóg með það heldur er þetta allt sýnt af Blu ray diskum í bestu mögulega mynd- og hljóðgæðum. Þetta verður rosalegt.

Við höfum pantað sal 2 sem tekur 120 manns í sæti en höfum möguleikann á því að taka stærri sal sem tekur 220 manns í sæti. Auðvitað viljum við fá sem flesta til að skapa stemmninguna og líka til að negla það að gera þetta aftur að ári. Frá og með kvöldinu í kvöld eru 99 miðar farnir og þar af leiðandi aðeins 21 miði eftir. Vegna þess vill ég hvetja þá sem eru ákveðnir að koma að panta sér miða í tæka tíð svo við höfum sénsinn á að panta stærri salinn ef þess þarf.

Miðapantanir í síma: 8675200

Tölvupósti: rise@icelandangling.com

Eða bara í athugasemdunum hérna. Heimasíðan: www.icelandangling.com/rise

Hér eru sýnishorn úr myndunum sem sýndar verða:

Auglýsingar

RISE – Fluguveiði Kvikmyndahátíð 17. Febrúar í Bíó Paradís

Þann 17. Febrúar n.k. verður haldin Fluguveiði Kvikmyndahátíð í Bíó Paradís undir merkjum RISE – Flyfishing Film Festival og er hún liður í Evróputúr hátíðarinnar. RISE hefur nú verið haldin í fimm ár víða um heim og er áætlað að um 3.000 erlendir veiðimenn hafi barið þessa glæsilegu sýningu augum. Nú er komið að okkur íslendingum og munu herlegheitin fara fram í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54 þann 17. Febrúar n.k. Húsið opnar kl. 19:30 með kynningum á veiðivörum frá aðalstyrktaraðila hátíðarinnar , IMAGO, í anddyri hússins ásamt fleiri aðilum sem kynntir verða síðar.
Sýningin hefst kl. 20:00 og stendur til um 22:00 með hléum en í þeim mun Kristján Benediktsson, sem einnig er gestgjafi hátíðarinnar svara spurningum áhorfenda ef einhverjar eru.
Miðaverð er kr. 2.100.- og fer miðasala fram á netinu á heimasíðu hátíðarinnar á Íslandi: http://icelandangling.com/rise.html

Hægt er að panta miða í gegnum síðuna með því að senda póst á rise@icelandangling.com eða hringja í síma 867 5200.

Myndirnar sem sýndar eru á hátíðinni eru fjölbreyttar en sýnt er úr myndunum Heads or Tails, Off the Grid og The Source – New Zealand ásamt því sem The Source – Ísland er sýnd í heild sinni. Tekið skal fram að ekki er íslenskur texti nema hjá The Source – Ísland.

Hægt verður að kaupa allar myndirnar á hátíðinni. Frekari upplýsingar hjá Kristjáni Ben í tölvupósti rise@icelandangling.com eða síma 8675200.

Sýnishorn úr myndunum: http://icelandangling.com/rise.html

Styrktaraðilar hátíðarinnar eru:

Sölustaðir The Source – Ísland

Kápumynd The Source - Ísland

Vegna fjölda þeirra sem hingað rata inn eftir leitarorðunum „sölustaðir The Source – Ísland“ eða annað í þeim dúr langar mig að ítreka það hvar hægt er að verða sér út um eintak.

Byrjum á veiðibúðunum á Höfuðborgarsvæðinu:

Veiðivon – Mörkinni 6

Veiðibúðin við Lækinn – Strandgötu Hafnarfirði

Veiðiportið – Granda

Veiðiflugur – Kambsvegi 33

Vesturröst – Laugavegi

Útilíf – Glæsibæ

 

Þá fæst myndin í Smáralind – nánar tiltekið í:

Hagkaup

Eymundsson

 

Í Kringlunni:

Hagkaup

Eymundsson – Suður

Eymundsson – Norður

 

Og svo á þessum stöðum:

Hagkaup – Skeifu, Holtagörðum, Garðabæ og Spöng

Eymundsson – Strandgötu Hafnarfirði, Austurstræti, Skólavörðustíg, Mjódd og Hallarmúla

Bókabúð Máls og Menningar – Laugavegi

 

Svo fyrir þá sem búa á landsbyggðinni fæst myndin á þessum stöðum:

Veiðiflugan Reyðarfirði

Eymundsson Ísafirði

Eymundsson Akureyri

Hagkaup Akureyri

Eymundsson Vestmannaeyjum

Eymundsson Akranesi

Eymundsson Keflavík

Hagkaup Njarðvík

Hagkaup Borgarnesi

Kaupfélag Skagfirðinga – Sauðárkróki

Klakkur – Vík í Mýrdal

Griffli – Skeifunni

 

Ég vill líka að þessu tilefni minna á tilboðspakkana með öllum þremur myndunum úr The Source seríunni. Hann er hægt að fá hjá mér á kr. 9.990.- og því fylgir frí heimsending. Einnig er hægt að nálgast fyrri myndirnar úr seríunni í völdum veiðibúðum.

Kynning á The Source – Ísland í dag í Smáralind

The Source – Ísland, fluguveiðimynd á DVD hefur verið svakalega vel tekið á Íslandi. Ég hef verið að bjóða upp á tilboðspakka með öllum þremur myndunum úr seríunni og á nú aðeins 7 pakka eftir á 9.990.- kr. stykkið en luma líka á 4 pökkum þar sem The Source – New Zealand er lítillega útlitsgölluð. Þeir pakkar fara á 8.190.- kr. stykkið.

En mig langar að segja aðeins frá þessum frábæru dómum sem myndin íslenska hefur verið að fá. Einar Falur Ingólfsson hjá Morgunblaðinu gefur myndinni 4 stjörnur og minnist á að „íslenskir framleiðendur veiðiefnis megi taka nálgun nýsjálenskra kollega sinna sér til fyrirmyndar“. Einar heldur áfram og segir „fyrst og fremst er þessi kvikmynd glæsilegt kvikmyndaljóð um fluguveiði á Íslandi og þar er íslensk náttúra í allri sinni dýrð í aukahlutverki.“ Sannarlega frábær dómur.

Garðar Örn Úlfarsson hjá Fréttablaðinu gaf myndinni líka fínan dóm eða þrjár stjörnur. Hann minnist líka á það eins og Einar að aldrei hafi sést svona vinna við gerð veiðiefnis á Íslandi þegar hann segir „Frábær myndataka á köflum lyftir veiðimyndinni The Source – Ísland í hærri hæðir en vaninn er um slíkar myndir hérlendis.“

Ég mun vera með kynningu á myndinni í dag í Hagkaup Smáralind kl. 16:00 og svo í Eymundsson Smáralind kl. 17:00. Ég mun spila myndina, segja frá því sem á daga okkar dreif við tökur á myndinni og svara spurningum ef einhverjar eru. Kíkið endilega við.

Svo vil ég minna á hvar hægt er að fá myndina:

Landsbyggðin:

Veiðiflugan Reyðarfirði

Eymundsson Ísafirði

Eymundsson Akureyri

Hagkaup Akureyri

Eymundsson Vestmannaeyjum

Eymundsson Akranesi

Eymundsson Keflavík

Hagkaup Njarðvík

Hagkaup Borgarnesi

Kaupfélag Skagfirðinga – Sauðárkróki

Klakkur – Vík í Mýrdal

Höfuðborgarsvæðið:

Veiðivon

Veiðibúðin við Lækinn

Veiðiflugur

Vesturröst

Veiðiportið

Hagkaup Garðabæ

Hagkaup Smáralind

Hagkaup Skeifu

Hagkaup Kringlu

Hagkaup Spöng

Hagkaup Holtagarðar

Eymundsson Hafnarfirði

Eymundsson Smáralind

Eymundsson Mjódd

Eymundsson Suður Kringlu

Eymundsson Norður Kringlu

Eymundsson Austurstræti

Eymundsson Skólavörðustíg

Eymundsson Hallarmúla

Griffill Skeifunni

Útilíf Glæsibæ

Bókabúð Máls og Menningar

The Source – Ísland er komin út og í valdar verslanir

Þá eru allar myndirnar loksins komnar til landsins og ég búinn að dreifa flestum pöntunum. Myndina er nú hægt að kaupa í eftirtöldum verslunum. Hafa ber í huga að þessi listi er ekki tæmandi og það á eftir að bætast við hann.

Veiðivon – Mörkinni 6

Veiðibúðin við Lækinn – Strandgötu 49, Hafnarfirði

Veiðiflugur.is – Kambsvegi 33 og á http://www.veidiflugur.is

Veiðiportið – Grandagarði 3

Vesturröst – Laugavegi 178

 

Einnig er hægt að kaupa hana á netinu hjá mér á http://icelandangling.com/the-source-island.html

Fyrir þá alhörðustu er hægt að fá sérstakan tilboðspakka með þessari nýju mynd og fyrri tveimur myndunum í The Source seríunni á kr. 9.990.- Sendum hvert á land sem er og heim að dyrum á Höfuðborgarsvæðinu.

 

Hvet alla sem hafa áhuga að geras LIKE á facebook síðu myndarinnar á: http://www.facebook.com/pages/The-Source-Island/160355793998095

Eins að fylgjast vel með framvindu dreifingar myndarinnar og uppfærðan lista yfir þær búðir þar sem hægt er að næla sér í eintak.

The Source – Ísland (ný stangveiðimynd) lendir í næstu viku!!

The Source – Ísland er ný stangveiðimynd sem mun koma út á Íslandi í næstu viku. Myndin var tekin upp hér á landi sumarið 2009 og sýnir fluguveiði á Íslandi með augum útlendingsins – öðruvísi en við höfum nokkurn tímann séð áður. Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í þessari vinnu og sótti það fast að texta myndina með íslenskum texta og koma henni í dreifingu hér á landi. Nú er þetta loksins að bresta á og orðið ljóst að myndin lendir á Íslandi í næstu viku.

Upphaflega reiknaði ég með því að myndin yrði komin til landsins í þessari viku en tímarammi framleiðandans stóðst ekki og því staðreynd að myndin lendir ekki fyrren á þriðjudag – miðvikudag í næstu viku (16. – 17. nóv.).

Ég hef undanfarið verið með möguleika á að forpanta myndina eða sérstakan tilboðspakka með öllum þremur myndunum úr The Source seríunni. Fyrri myndirnar eru The Source – Tasmanía sem fjallar um æðislega urriðaveiði á Tasmaníu, stærstu eyju Ástralíu. Hér má sjá sýnishorn úr þeirri mynd.

Og svo The Source – Nýja Sjáland sem eins og nafnið gefur til kynna leiðir okkur inn í silungsveiði á Nýja Sjálandi. Hér má sjá sýnishorn úr þeirri mynd.

Smelltu hér til að fá upplýsingar um hvernig hægt er að panta tilboðspakkann á netinu. Smelltu hér til að gerast aðdáandi The Source – Ísland á Facebook og fylgjast með nýjustu fréttum. Að lokum má hér sjá sýnishorn úr The Source – Ísland.

The Source – Ísland. Pöntun

Forsíða myndarinnar The Source - Ísland sem kemur út í nóvember

Jæja þetta er orðið að daglegum viðburði að skrifa hérna inn – aldrei þessu vant. Tilefnið er að sjálfsögðu væntanleg útgáfa myndarinnar The Source – Ísland sem von er á um miðjan nóvember.

Myndin fjallar um ferðalag þessara kvikmyndagerðarmanna um landið í leit að ævintýrum og flottri fluguveiði. Þau ferðuðust hringinn í kringum Ísland og eltust við sögur um risafiska og frábæra veiði ásamt því að veiða í mörgum af okkar flottustu ám. Ég ætla ekkert að skemma upplifun ykkar af myndinni en segja bara það að í myndinni er farið yfir laxveiði, bleikjuveiði, urriðaveiði og sjóbirtingsveiði og er það flottasta sem ég hef séð af veiði á Íslandi.

Fyrir eru komnar út tvær myndir í sama flokki, The Source – Tasmanía og The Source – Nýja Sjáland. The Source – Ísland er nýjasta afurðin og hefur verið textuð á íslensku og valmyndin og kápan líka svo búið er að leggja metnað í að gera myndina hæfa til útgáfu á Íslandi. Eins og áður segir er stefnt að því að myndin lendi á klakanum um miðjan nóvember og verður henni þá dreift í búðir en það er ég og mitt fyrirtæki sem mun sjá um dreifingu á Íslandi.

Í tilefni af útkomu myndarinnar mun ég bjóða sérstakan tilboðspakka á öllum þremur myndunum ásamt því að hægt er að panta The Source – Ísland á netinu. The Source – Ísland mun kosta kr. 4.990.- hjá mér en tilboðspakkinn með öllum þremur myndunum verður á kr. 9.990.- Innifalið í verðinu er heimsending hvert á land sem er.

Myndirnar tvær sem á undan eru komnar eru ekki með íslenskum texta og því verða þær ekki seldar í búðum. Þennan pakka er einungis hægt að fá hjá mér en ég þarf að vita svona sirka hver áhuginn á pakkanum er og þess vegna ráðlegg ég áhugasömum að leggja inn pöntun fyrr en seinna. Menn þurfa helst að vera búnir að panta tilboðspakkann fyrir 20. nóvember.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um málið með því að smella hér!!!

Eða hreinlega senda mér póst á info@icelandangling.com

Sýnishorn úr myndinni